ÁSKORANIR

Ert þú eða þitt teymi með lausnir við þessum áskorunum?

Verkefnið hefst á því að fyrirtæki í samstarfsneti Sjávarklasans leggja fram skilgreindar áskoranir sem þau standa frammi fyrir. Klasinn auglýsir eftir einstaklingum eða teymum sem hafa þróað eða hafa þekkingu til þess að þróa lausnir sem geta leyst þessar áskoranir. Umsóknarfrestur er til 10. maí.

Lausnirnar verða svo metnar í samstarfi við fyrirtækin og álitlegustu lausnunum verður boðið til vinnustofu sem haldnar verða í maí í samstarfi við Háskóla, Nýsköpunar og Iðnaðarráðuneytið og samstarfsfyrirtæki Verbúðarinnar. Við tekur svo langtímastuðningur frá mentorum verkefnisins og starfsfólki Sjávarklasans – hin eiginlega Verbúð – þar sem aðstaða, tengslanet og stuðningur Sjávarklasans stendur til boða.

Með þessu viljum við búa til vettvang þar sem unnið er með markvissum hætti að því að sannreyna og prófa lausnir frumkvöðla í raunheiminum og stuðla að því að lausnir sem verið er að þróa í nýsköpunarumhverfinu þjóni atvinnulífinu. Að auki verða til mikilvægar tengingar og samtal sem ætlað er að ýti undir aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu.

Ef það eru einhverjar frekari spurningar vinsamlegast hafðu þá samband við: verbud@sjavarklasinn.is

Dagskrá

21. maí. Opnunardagur þar sem þáttakendur fá tækifæri til að hitta fyrirtækin. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnar daginn.

22. maí. Teymisvinna hefst, þar sem hópar fá aðgengi að sérfræðingum Íslenska sjávarklasans og aðstöðu í Húsi sjávarklasans, Grandagarði 16.

23. maí. Vinnustofur með sérfræðingum frá 13 – 16.

24 – 28 maí. Teymisvinna.

29 maí. Blue Bio Clusters vinnustofa.

30. maí – 4 júní. Teymisvinna.

3. júní. Endurgjöf sérfræðinga fyrir kynningu.

5. júní. Kynning á niðurstöðum fyrsta fasa.

Samstarfsaðilar