Ákvörðunartól sem auðveldar fullnýtingu

Þrátt fyrir ríkan vilja sjávarútvegsfyrirtækja víða um heim að nýta betur auðlindir og auka virði aukaafurða getur það verið áskorun fyrir stjórnendur að taka ákvarðanir um hvaða skref eigi að taka til að auka fullnýtingu og hvað sé arðbært í því samhengi. Þekkingin er til staðar en það þarf að draga hana saman til þess að stjórnendur geti betur áttað sig á tækifærunum sem vinnsluaðferðir og hráefni bjóða uppá.  

Verbúð íslenska Sjávarklasans og Marel leita að lausnum til að þróa tól sem aðstoðar sjávarútvegsfyrirtæki við að greina tækifæri til frekari fullvinnslu, sem getur þannig orðið partur af þeim lausnum sem Marel býður sínum viðskiptavinum.  

Verkefnið býður því upp á fjölbreytta möguleika og hentar vel fyrir aðila sem hafa áhuga á þróun á hugbúnaði sem styður við ákvarðanatöku. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í áhugaverðu verkefni sem stuðlar að aukinni nýtingu á sjávarafurðum vinsamlegast hafðu samband hér fyrir neðan eða sendu póst á netfangið verbud@sjavarklasinn.is