100% fiskur

Verkefnið 100% fiskur miðar að því að auka samstarf milli sjávarútvegsfyrirtæki, frumkvöðla og ungs fólks við að auka verðmæti úr sjó með því að nýta afurðir úr hafi og vötnum að fullu.

30-földun á 30 árum

Tækniframfarir í fiskveiðum hafa leitt til mikilar verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vel meðhöndlaður og kældur afli sem verkaður er í hátækni vinnslunum hefur leitt af sér minni sóun. Þannig hefur nýtingarhlutfall þorskflaks aukist um 20% á síðastliðnum tveim áratugum, en flakið er aðeins 35% til 45% af heildarþyngd þorsksins. Samstarf íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, frumkvöðla og rannsóknarstofnanna um nýsköpun og þróun á vörum úr hausum, beinum, innyflum og roði hafa skapað mikil verðmæti og stækkað kökuna. Frá árinu 1990 hafa útflutningsverðmæti á hverju kílói af þorski fjórfaldast og fjölbreytni sjávarafurða margfaldast. Í dag nýtir bláa hagkerfið á Íslandi (Sjávarútvegsfyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki) allt að 90% af hverjum veiddum fiski.

Til þess að nýting verði 100% þarf að sýna bæði sjávarútvegsfyrirtækjum og samfélaginu öllu fram á raunverulegt virði þess að nýta þær hliðarafurðir sem hingað til hefur verið hent. Þetta er gert með því að byggja upp traust og sýna fyrirtækjum að samvinna getur stuðlað að bjartari framtíð sjávarútvegsfyrirtækja og strandbyggða um allan heim. “100% Fiskur” verkefnið aðstoðar fólk og fyrirtæki við að mynda verðmæt tengsl, koma á fót verkefnum tengd nýtingu og hlúa að framgangi þeirra.

100% Fish Products

Hálfur fiskurinn fer til spillis

Samkvæmt rannsókn Íslenska sjávarklasans er meðalnýting þorsks í ýmsum nágrannalöndum okkar rétt yfir 50%, þetta þýðir að um helmingur af þyngd hvers fisks fer til spillis í framleiðsluferlinu. Augljóst er að gríðarleg tækifæri eru til staðar til að deila þeirri þekkingu sem aðilar eins og Íslenski sjávarklasinn, Matís, íslenskir háskólar og nýsköpunarfyrirtæki hafa á fullnýtingu sjávarafurða á alþjóðvettvangi.

Nýsköpun í heilsuvörum, lyfjum og jafnvel í tískuvörum úr ýmsum fiskitegundum eins og botnfiski og humri er í þróun í íslensku hagkerfi. Þar liggja tækifæri okkar; íslensk fyrirtæki leggja mikið í það að skapa meira verðmæti úr hverjum fiski.

Með 100% nýtingu fisks getum við því ekki einungis margfaldað verðmæti hvers fisks heldur getum við einnig stuðlað að umhverfisvænni veiðum þar sem engu er hent.

100% Fish – bók eftir Þór Sigfússon

Þór Sigfússon hefur einnig gefið út bókina 100% fish þar sem farið er yfir hvernig íslensk nýsköpunarfyrirtæki hafa náð leiðandi stöðu í nýtingu á fiskafurðum í heiminum.

Hægt er að nálgast bókina í gegnum 100fishbook.com.