Ráðgjöf um 100% fisk

Íslenski sjávarklasinn vinnur heilstæða ráðgjöf fyrir fyrirtæki, stofnanir og samfélög víða um heim sem miðar að því að bætta nýtingu á sjávarafurðum, efla nýsköpun og styrkja samvinnu sem stuðlað getur að aukinni verðmætasköpun.
Upplýsingar um ráðgjafarþjónstu Sjávarklasans veitir Alexandra Leeper alexandra[at]sjavarklasinn.is

Fundir, viðburðir og ráðstefnur

Gestir Sjávarklasans hafa notið þess að eiga skapandi stundir í einstöku umhverfi við höfnina og í húsi sem áður hýsti bæði fiskverkun og netagerð.
Hægt er að fá til leigu öll níu fundarherbergin í Húsi sjávarklasans. Fundarrýmin rúma frá fjórum upp í 22 gesti og eru útbúin skjám eða skjávörpum og öðrum þægindum.
Eins leigjum við út alrými í húsinu undir minni viðburði og ráðstefnur. Nánari upplýsingar veitir Júlía Helgadóttir í síma +354 577 6200 eða julia[at]sjavarklasinn.is.

Fræðslu og þekkingarferðir

Á hverju ári bjóðum við velkomin fjölda fólks sem vill kynnast íslenskum sjávarútvegi og haftengdum greinum með sérstakri áherslu á nýsköpun og nýtingu. Hægt er að óska eftir því að kynningar og fræðsla sé aðlöguð sérstaklega að tilteknum áherslum viðkomandi hóps. Hver leiðsögn tekur um 45 – 60 mínútur.
Verð fyrir klukkutíma kynningu fyrir hópa upp að 20 manns: 95.000kr + vsk
Einnig bjóðum við upp á sérsniðnar þekkingarferðir sem geta verið frá einum degi upp í nokkra daga. Þekkingarferðirnar innihalda meðal annars kynningar á frumkvöðlafyrirtækjum í bláa hagkerfinu og heimsóknir til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.
Upplýsingar um fræðslu- og þekkingarferðir veitir Oddur Ísar Þórsson í síma +354 577 6200 eða oddur[at]sjavarklasinn.is .