Lausnir sem tryggja rétt skilyrði til nýtingu aukaafurða

Ein verðmætasta aukaafurð íslensk sjávarútvegs er fiskmjöl og voru heildar útflutningsverðmæti á mjöli árið 2022; 67 milljarðar. Fiskmjöl er aðallega notað í laxa- og dýrafóður í dag en áframhaldandi vöruþróun á þessari verðmætu afurð getur skapað mikil tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar. Góð mhöndlun á hráefni er lykil forsenda þess að hámarka virði aukaafurða. Verbúð Sjávarklasans, Héðinn og Marel leita að framsýnu, hugmyndaríku og lausnamiðuð fólki eða fyrirtækjum til að vinna að lausnum sem tryggja rétt skilyrði fyrir nýtingu aukaafurðar í vinnslu, geymslu og samsetningu bæði fyrir lax og hvítfisk.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í áhugaverðu verkefni vinsamlegast hafðu samband hér fyrir neðan eða sendu póst á netfangið verbud@sjavarklasinn.is