Vöruþróun á fiskpróteini

Ein verðmætasta aukaafurð íslensk sjávarútvegs er fiskmjöl og voru heildar útfluttningsverðmæti á mjöli árið 2022; 67 milljarðar. Fiskmjöl er aðallega notað í laxa- og dýrafóður í dag en áframhaldandi vöruþróun á þessari verðmætu afurð getur skapað mikil tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar.  

Verbúð Sjávarklasans og Héðinn leita að framsýnu, hugmyndaríku og lausnamiðuðu fólki eða fyrirtækjum til að þróa nýjar lausnir sem í vöruþróun á fiskmjöl sem getur leitt til aukinnar verðmætasköpunar í bláa hagkerfinu.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í áhugaverðu verkefni vinsamlegast hafðu samband hér fyrir neðan eða sendu póst á netfangið verbud@sjavarklasinn.is.