Gervigreindar- og tölvusjón lausnir sem hámarka nýtingu

Trygg afhending er mikilvægur liður í því að halda í góða viðskiptavini og mikilvægur liður í því að styrkja sölu og markaðssetningu íslensks fisks. Ein áskorun sem fylgir óhjákvæmilega er framboð hverju sinni. Sjálfvirkur fiskvinnslubúnaður býr yfir tækni sem gæti með frekari þróun hámarkað betur nýtingu á veiddum afla, með því að hagnýta tölvusjón og gervigreind til þess t.d. að fylla uppí pantanir fiskvinnslna með kaupum á afurðum frá fiskmörkuðum. 

Verbúð Íslenska Sjávarklasans, Marel og Reiknistofa fiskmarkaða leita að fólki eða fyrirtæki sem hefur þekkingu og reynslu af hugbúnaðarþróun og getur leyst þessa áskorun.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í áhugaverðu verkefni vinsamlegast hafðu samband hér fyrir neðan eða sendu póst á netfangið verbud@sjavarklasinn.is.