Hagkvæmar lausnir til próteinframleiðslu

Ein verðmætasta aukaafurð íslensk sjávarútvegs er fiskmjöl og var heildar útfluttningsverðmæti á mjöl árið 2022; 67 milljarðar. Ein áskorun sem fiskmjölsframleiðendur á Íslandi standa frammi fyrir er skortur á raforku. Þetta hefur haft það í för með sér að mjölframleiðendur hafa þurft að grípa til annara orkugjafa, sem hefur reynst kostnaðarsamt og afturför fyrir umhverfið. Ein leið til að sporna við þessari þróun er að gera enn betur í orkusparnaði eða finna upp algjörlega nýjar, orkuhagkvæmari framleiðsluaðferðir til að búa til prótein úr því hráefni sem notað er í fiskmjölsframleiðslu í dag. Önnur leið er líka að skoða aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti til að framleiða gufu fyrir verksmiðjurnar.  

Verbúð Sjávarklasans og Héðinn leita að nýstárlegum hugmyndum til að draga úr orkunotkun mjölverksmiðja. Ef þú hefur þekkingu og áhuga á að taka þátt í mikilvæga verkefni vinsamlegast hafðu samband hér fyrir neðan eða sendu póst á netfangið verbud@sjavarklasinn.is