FRÉTTIR
Það er alltaf mikið um að vera í Sjávarklasanum!
Hér má sjá nýjustu fréttir.
Carlo Petrini stofnandi Slow Food samtakanna heimsótti Sjávarklasann
Carlo Petrini stofnandi Slow Food samtakanna heimsótti Sjávarklasann í gær. Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans gekk með Petrini um húsið og sagði honum frá starfseminni. Hann var heillaður af árangri Íslendinga í nýtingu á auðæfum hafsins og taldi aðrar þjóðir geta...
Íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi fær styrk úr H2020 áætlun Evrópusambandsins
Aurora Seafood ehf er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi sem hlaut í dag styrk að upphæð 1,7 milljónir evra úr H2020 áætlun Evrópusambandsins sem nefnist SME Instrument. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi hlýtur svo háan...
Sjávarútvegsráðherra Quebec í heimsókn
Sjávarútvegsráðherra Quebec fylkis í Kanada Jean D'Amour, heimsótti Sjávarklasann í dag ásamt föruneyti sínu. Mikill áhugi er fyrir stofnun álíka klasa og þess íslenska í fylkinu en í Quebec er kraftmikið efnahagslíf og frumkvöðlastarf sem áhugi er fyrir að verði...
Samstarf skilar árangri
Haraldur Árnason mun leiða nýtt markaðsfyrirtæki sem sett hefur verið á laggirnar á sviði skipalausna, Knarr Maritime. Að hinu nýja fyrirtæki standa íslensku fyrirtækin Skaginn 3X, Nautic, Kælismiðjan Frost, Brimrún, Naust Marine og Skipatækni sem öll...
Viðburðaríkir dagar að baki
Tvítug stúlka ræktar melónur í Borgarfirði og Íslendingar virðast ekki átta sig á mikilvægi samfélagsmiðla fyrir landkynningu. Þetta kom fram meðal fyrirlesara á LYST.Viðburðurinn LYST – Future of food í samstarfi við Icelandair Cargo, KPMG, Matarauð Íslands og...
Heimsókn frá borgarstjóra Hull í Bretlandi
Í dag 26. apríl fékk Sjávarklasinn góða gesti í heimsókn. Borgarstjóri Hull í Bretlandi, Hr. Sean Chaytor ásamt eiginkonu sinni Clare Chaytor komu með fríðu föruneyti. Meðal annarra gesta voru Björn Blöndal formaður borgarráðs, Elsa Yeoman formaður menningar- og...