Í dag 26. apríl fékk Sjávarklasinn góða gesti í heimsókn. Borgarstjóri Hull í Bretlandi,  Hr. Sean Chaytor ásamt eiginkonu sinni Clare Chaytor komu með fríðu föruneyti. Meðal annarra gesta voru Björn Blöndal formaður borgarráðs, Elsa Yeoman formaður menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar og Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur.

Þór Sigfússon stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans tók á móti hópnum og sýndi þeim aðstöðuna. Hópurinn var afskaplega heillaður af starfseminni og frumkvöðlaandanum í húsinu. Að lokinni ferð um húsið snæddi hópurinn hádegisverð á Bergsson RE.