STARFSEMI

Frá 2011 höfum við veitt fyrirtækjum og frumkvöðlum fjölbreytta þjónustu með það markmið að skapa ný verðmæti í gegnum samstarf.

Greiningar og ráðgjöf

Sérfræðingar okkar sinna greiningum og rannsóknum á sjávarútvegi og skyldum atvinnugreinum og veita fyrirtækjum og frumkvöðlum þjónustu í formi ráðgjafar, hugmyndavinnu, tengsla við önnur fyrirtæki og fjárfesta og stuðnings á fyrstu skrefum.

Klasasamstarf

Rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir í ýmiskonar haftengdri starfsemi á Íslandi eiga formlega aðild að samstarfsvettvangi Íslenska sjávarklasans. Aðild öðlast fyrirtæki með samstarfssamningi við Íslenska sjávarklasann.

Hús sjávarklasans

Hús sjávarklasans er samfélag yfir 50 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Þar eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti.

Viðburðir

Við höldum reglulega ráðstefnur og viðburði eins og Flutningalandið Ísland, Dag þorsksins, Verkstjórafund í sjávarútvegi, Nýsköpunarmessu og ýmsar samkomur og stefnumót fyrirtækja og frumkvöðla.

Heimsóknir og kynningar

Við tökum á móti hópum sem vilja kynnast íslenskum sjávarútvegi og haftengdum greinum með sérstakri áherslu á nýsköpun. Starfsfólk okkar tekur einnig að sér fyrirlestra um sömu málefni á ráðstefnum og viðburðum hér og erlendis.

Ferðaþjónusta

Við skipuleggjum ferðir og leiðsögn fyrir hópa erlendis frá sem vilja kynnast sjávarklasanum á Íslandi og nýsköpun í sjávarútvegi.
Þór Sigfússon

Þór Sigfússon

Stofnandi og stjórnarformaður

thor@sjavarklasinn.is

Sími: 577-6200

Svandís (Dísa) Friðleifsdóttir

Svandís (Dísa) Friðleifsdóttir

Markaðsstjóri

disa@sjavarklasinn.is

Sími: 867-9910

Jennifer Schwalbenberg

Jennifer Schwalbenberg

Ráðgjafi - Lögfræði, stjórnarhættir og stefnumótandi samstarf

Dr. Alexandra Leeper

Dr. Alexandra Leeper

Framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans - Alþjóðavettvangur

Clara Jégousse

Clara Jégousse

Sérfræðingur í rannsóknum

clara@sjavarklasinn.is
Sími: 763-3540

Allyson Beach

Allyson Beach

Rannsóknarsérfræðingur í gestavinnu

Heiða Kristín Helgadóttir

Heiða Kristín Helgadóttir

Framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans

heida@sjavarklasinn.is

Sími: 698-9642

Árni Mathiesen

Árni Mathiesen

Sérstakur ráðgjafi

arni@sjavarklasinn.is

Sími: 577-6200

Oddur Ísar Þórsson

Oddur Ísar Þórsson

Verkefnastjóri gervigreindar

Júlía Helgadóttir

Júlía Helgadóttir

Fjármálastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra

julia@sjavarklasinn.is

Sími: 698-5472

Vilhjálmur Jens Árnason

Vilhjálmur Jens Árnason

Sérstakur ráðgjafi

vja@sjavarklasinn.is
Sími: 824-4378

Kristinn Þór Sigurðsson

Kristinn Þór Sigurðsson

Starfsnemi

UMSAGNIR

Með tilkomu Sjávarklasans urðu ákveðin tímamót fyrir nýjungar og umhverfisvæna hugsun. Ný tækifæri varðandi lítil og meðalstór sjávartengd tæknifyrirtæki hafa skapast og munu eflast í náinni framtíð. Með því að vera innan sjávarklasans hefur DIS öðlast meiri sýnileika og tækifæri. Nýjar hugmyndir fæðst innan klasans sem munu þróast á næstu misserum. Samvinna fyrirtækjanna innan klasans er til fyrirmyndar og má þar nefna verkefnið Green Marine Technology. Mín sannfæring er sú að Sjávarklasinn og sú hugsun sem þar ríkir, muni skila íslenskum sprota og tæknifyrirtækjum þeim árangri og vera ein undirstaða þess að Ísland verði áfram leiðandi í gæða og nýsköpun í sjávarútvegi .“

Ragnar Ólafsson
Stofnandi D-Tech
Hús sjávarklasans og samstarfið í klasanum hefur gert gæfumuninn fyrir okkur í eflingu samstarfs okkar við önnur fyrirtæki í sjávarútvegi.

Atli Jósafatsson
Stofnandi Pólar Togbúnaðar
Í kjölfar stofnunar Sjávarklasans, hefur orðið vitundarvakning á Íslandi á mikilvægi og fjölbreytileika starfssemi sem tengd er sjávarútvegi. Kerecis er hátæknifyrirtæki sem vinnur lífræn efni til lækninga úr fiskroði og er gott dæmi um þá fjölbreyttu fyrirtækjastarfsemi sem tengist sjávarútvegi á Íslandi á 21. öldinni.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson
Framkvæmdastjóri Kerecis