Íslenski
Sjávarklasinn
Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.
FRÉTTIR
Það er alltaf mikið um að vera í Sjávarklasanum!
Hér má sjá nýjustu fréttir.
Sendiherra Bandaríkjanna heimsótti Hús sjávarklasans
Robert C. Barber, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, heimsótti Hús sjávarklasans í morgun ásamt nokkrum starfsmönnum sendiráðsins. Barber gekk um húsið og kynntist frumkvöðlum og fyrirtækjum hússins og fékk einnig kynningu á íslenskum sjávarútvegi, starfi...
Skólakynningar Sjávarklasans af stað á nýju ári
Í síðustu viku fengu tæplega 200 frábærir nemendur í 10. bekk í Réttarholtsskóla og Lindaskóla kynningu á íslenskum sjávarútvegi frá starfsmönnum Sjávarklasans, þeim Heiðdísi Skarphéðinsdóttur og Sigfúsi Ólafi Guðmundssyni. Starfið á vorönn fer því af stað af fullum...
Mikil gerjun í fullvinnslu afurða og þróun smásöluvara
Fjöldi nýsköpunarfyrirtækja sem sinna fullvinnslu afurða og markaðssetningu þeirra er nú með aðstöðu í Húsi sjávarklasans. Fyrirtækin þróa og selja sjávarsalt, kollagen, sem er fæðubótarefni unnið úr þorskroði, niðusoðna þorsklifur, þau sinna veiðum og vöruþróun á...
Nýr ráðgjafahópur í burðarliðnum
Í morgun komu til fundar í Húsi sjávarklasans 25 sérfræðingar úr atvinnulífinu, stjórnsýslunni og háskólasamfélaginu sem sérþekkingu hafa á ýmsum sviðum sjávarútvegs, stjórnunar og hafrannsókna. Boðað var til fundarins að frumkvæði Íslenska sjávarklasans og hugmyndir...
Grásleppuveiðar fá MSC vottun
Föstudaginn 16. janúar síðastliðinn fór fram athöfn í Húsi sjávarklasans þar sem veitt var MSC (Marine Stewardship Council) vottun fyrir íslenskar grásleppuveiðar. MSC fiskveiðivottunin er til vitnis um sjálfbærni veiðanna en þetta er í fyrsta sinn sem grásleppuveiðar...
Íslenskt tæknifyrirtæki setur upp hreinsibúnað fyrir fiskvinnslu í Nýfundnalandi
Íslenska tæknifyrirtækið D-Tech, sem hefur aðsetur í Húsi Sjávarklasans, mun setja upp hreinsibúnað fyrir fiskvinnslu Fogo Island Co-Operative Society á Nýfundnalandi með tæplega 55 þúsund dala styrk frá sjávaútvegsráðuneyti Nýfundnalands.Þetta kemur fram í...