Fjöldi nýsköpunarfyrirtækja sem sinna fullvinnslu afurða og markaðssetningu þeirra er nú með aðstöðu í Húsi sjávarklasans. Fyrirtækin þróa og selja sjávarsalt, kollagen, sem er fæðubótarefni unnið úr þorskroði, niðusoðna þorsklifur, þau sinna veiðum og vöruþróun á ýmsum vannýttum tegundum, svo sem sæbjúgu, ígulkerjum og kúfskel, selja kaldpressað þorskalýsi, þróa nýja tegund harðfisks, vinna að markaðssetningu íslensks sjávarfangs í Kína og fleira.

Í morgun hittust fulltrúar 10 þessara fyrirtækja og kynntu starfsemi sína fyrir hvert öðru í Húsi sjávarklasans. Ljóst er af fjölbreytni afurðanna og drifkrafti frumkvöðlanna að gríðarleg gerjun er í fullvinnslu sjávarafurða og vöruþróun smásöluafurða sem tengjast hafinu og afurðum þess.

Nú er að ljúka þriðju stækkun Húss sjávarklasans en að henni lokinni verða um 50 fyrirtæki með aðstöðu í húsinu.