Robert C. Barber, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, heimsótti Hús sjávarklasans í morgun ásamt nokkrum starfsmönnum sendiráðsins. Barber gekk um húsið og kynntist frumkvöðlum og fyrirtækjum hússins og fékk einnig kynningu á íslenskum sjávarútvegi, starfi Íslenska sjávarklasans og þeim verkefnum okkar sem eru í burðarliðnum í New England á austurströnd Bandaríkjanna.

Barber er frá Cambridge, Massachusetts og er lögfræðingur frá Boston háskóla og Harvard háskóla. Hann hefur starfað með mörgum frumkvöðlafyrirtækjum á starfsferli sínum og aðstoðað þau við að koma undir sig fótunum. Hann tók við embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fyrr í þessum mánuði og heimsóknin í Hús sjávarklasans er því eitt af fyrstu embættisverkum hans. Barber afhendir forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum á morgun.

Frá vinstri: Paul O´Friel, Rebecca Owen, Robert C. Barber og Þór Sigfússon

Frá vinstri: Paul O´Friel, Rebecca P. Owen, Robert C. Barber og Þór Sigfússon