Skólakynningar

Skólakynningar

Íslenski sjávarklasinn hefur staðið fyrir kynningum á íslenskum sjávarútvegi og tengdum atvinnugreinum fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskóla. Yfir 2.500 nemendur á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið kynningu frá okkur.
Codland

Codland

Codland er fyrirtæki sem varð til á vettvangi Íslenska sjávarklasans. Codland er fullvinnslufyrirtæki sem hefur það að markmiði að fullnýta allt aukahráefni sem fellur til við hefðbundna fiskvinnslu þorsks til verðmætrar framleiðslu.
Margildi

Margildi

Margildi sérhæfir sig í heildarlausnum við framleiðslu lýsis, omega-3 fitusýra og próteina úr uppsjávarfiski. Fyrirtækið hefur verið þróað í Húsi Sjávarklasans og á samstarf við ýmsa samstarfsaðila klasans.
Samvinna líftæknifyrirtækja

Samvinna líftæknifyrirtækja

Íslenski sjávarklasinn hefur leitt saman líftæknifyrirtæki og greitt götu þeirra á Bandaríkjamarkaði og í leit að fjárfestum. Í október 2014 fór hópurinn til Boston á vegum Íslenska sjávarklasans og hitti þar fjárfesta, fyrirtæki, ráðgjafa og...
Ocean Excellence

Ocean Excellence

Ocean Excellence er fyrirtæki sem varð til á vettvangi Íslenska sjávarklasans árið 2012 gegnum samstarf Íslenska sjávarklasans, Mannvits, Sameyjar og Haustaks. Ocean Excellence selur ráðgjöf og tæknilausnir til fullvinnslu sjávarafurða erlendis.