Við erum ánægð að bjóða velkominn nýjan starfsnema okkar, Razvan Tugulea, sem er meistaranemi í gagnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Razvan hefur bakgrunn í viðskiptum og lauk áður meistaragráðu í stjórnun á Spáni og BA-gráðu í alþjóðlegri hótel- og viðburðastjórnun í Sviss. Ferill hans hefur leitt hann um fimm lönd og veitt honum alþjóðlega sýn á rekstur, skilvirkni og sjálfbærni.

Razvan gekk til liðs við Sjávarklasann vegna áhugi hans liggur í því að breyta áliti iðnaðar á því að úrgangur sé oft talinn óhjákvæmilegur fylgifiskur reksturs og að fá fyrirtæki til að hámarka nýtingu auðlinda og að finna virði í því sem er hent. Ástríða hans liggur í því að umbreyta óhagkvæmni í tækifæri með því að nýta gögn, viðskiptastefnu og nýsköpun til að minnka úrgang og auka virði.

Upprunalega frá Rúmeníu, Razvan nýtur þess að vinna að verkefnum hafa raunveruleg áhrif og tengja fólk saman. Í gegnum þetta starfsnám stefnir hann á að kanna nýjar leiðir til að nýta gögn í þágu hringrásarhagkerfisins, finna falin tækifæri í vannýttum auðlindum og leggja sitt af mörkum til sjálfbærari framtíðar.