Innan skamms verður Hús Sjávarklasans við Grandagarð 16 tekið í notkun. Framkvæmdir standa enn yfir og ganga vel en gert er ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun þann 1. ágúst næstkomandi.

Hús Sjávarklasans mun hýsa ýmis fyrirtæki sem tilheyra Íslenska sjávarklasanum en nú þegar er búið að fylla öll skrifstofurými nema eitt 35fm. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar með því að senda okkur tölvupóst.

Fleiri myndir af húsnæðinu eru að finna hér.