Ríflega 200 manns sóttu LYST – The Future of Food á neðri hæð Húss sjávarklasans á miðvikudaginn var. Á meðal fyrirlesara voru Tim West, upphafsmaður FoodHackathon, Sarah Smith frá Institute for the Future og Jon Staenberg matvælafjárfestir og vínekrubóndi í Argentínu.

_JOE1221

Þá kynntu íslenskir matarfrumkvöðlar viðskiptahugmyndir sínar, þ.á.m. Wasabi Iceland sem kemur til með að rækta wasabi plöntur í gróðurhúsum á Austurlandi, Jungle Bar sem framleiða prótínstykki úr skordýrum og Instafish sem er veflausn fyrir beina sölu á sjávarafurðum frá Íslandi til Bandaríkjanna. 

DSC_1523

LYST er haldin í samstarfi við Food & Fun hátíðina sem hófst formlega í gær. Til stendur að endurtaka viðburðinn að ári liðnu.

„Af öllum þeim matarráðstefnum sem ég hef sótt stendur LYST uppúr sem staður þar sem verkin eru látin tala. Íslendingar eru leiðtogar sem ber að fylgjast með í framtíð matargeirans.“ segir Tim West. 

_JOE1082

„Það var sannur heiður að fá að taka þátt í fyrstu LYST ráðstefnunni sem var magnað stefnumót fólksins sem mótar framtíð matargeirans. Íslenski sjávarklasinn er gott dæmi um það samstarf þvert á atvinnugreinar sem þörf er á til að móta matvælakerfi næstu áratuga.“ segir Sarah Smith.

DSC_1588

„LYST breytti því hvernig ég hugsa um mat. Það sveif mikill frumkvöðlaandi yfir ráðstefnunni.“ segir Jon Staenberg.

 

DSC_1561-Edit

_JOE1322_JOE1285_JOE0995_JOE0974_JOE1046_JOE1154_JOE0902 (1)_JOE1012

_JOE0898

Fleiri myndir má sjá hér á fésbókarsíðu Íslenska sjávarklasans.