Nú fer óðum að líða að LYST – Future of Food viðburðinum í Bakkaskemmu á miðvikudaginn 2. mars. Þar munum við koma saman og ræða um framtíðaþróun matvælaiðnaðarins í heiminum. Við stefnum saman alþjóðlegum og íslenskum sérfræðingum og áhrifavöldum, svo sem fjárfestum, smásölum og matarfrumkvöðlum.

Lyst

Meðal erlendra þátttakenda eru:

Jon Staenberg – Vínekrubóndi og stórfjárfestir
Brita Rosenheim – Helsti greinandi nýfjárfestinga í matvælaiðnaðinum í Bandaríkjunum
Sarah Smith – Hönnuður og ráðgjafi hjá Institute of the Future við Standfordháskóla
Roger Berkowitz – Eigandi og framkvæmdastjóri Legal Seafood sem rekur yfir 30 sjávarréttastaði á austurströnd Bandaríkjanna
Tim West – Stofnandi FoodHackathon og fjárfestir

Þá munu sex íslensk frumkvöðlafyrirtæki kynna nýjungar sínar og íslenskir sérfræðingar spá í framtíðina, flaka fisk, lykta af mat o.fl.

LYST – Future of Food er fyrst og fremst afsökun til að taka forskot á Food & Fun sæluna, fræðast um framtíð matvælaiðnaðarins og kynnast nýju fólki. 

Fullbókað er á Lyst en nánari upplýsingar um viðburðinn má fá hjá thor@lyst.is