Sjávarklasinn hefur tekið saman upplýsingar um verðmæti þeirra sprota, sem hafa verið í formlegu samstarfi við klasann frá upphafi hans árið 2011. Um 170 sprotar hafa átt samstarf við Sjávarklasann á þessum 13 árum og annaðhvort haft aðstöðu í Húsi sjávarklasans eða verið samstarfsaðilar. Markaðsvirði hlutafjár þeirra sprota sem hafa gengið kaupum og sölu og vitneskja liggur fyrir um verð á, nemur um 330 milljörðum. Sjö sprotar af þessum stóra hópi nýsköpunarfyrirtækja mynda uppistöðu þeirra verðmæta sem hér eru nefnd. Þar á meðal eru sprotar í heilsu- og lyfjaiðnaði, eldi, rekjanleika- og kælitækni.

Verða nýir sprotar, sem kynntir verða á Opnu húsi Sjávarklasans hinn 15. maí, næstu stjörnur bláa hagkerfisins á Íslandi?