Fyrr í mánuðinum bauð Sjávarklasinn helstu leiðendum hringrásarhagkerfisins á Íslandi á fund í húsi Sjávarklasans. Hópurinn hefur aldrei hist áður en mjög góð tengsl sköpuðust milli aðila samt sem áður. Fundurinn var hlutur af „Nordic Circular Hubs“ sem er verkefni hjá Nordic Innovation sem hefur það að markmiði að styðja við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndum. Verkefnið setur sérstaka áherslu á aðkomu hópstjóra (e. facilitator) en á þessum fundi var það hlutverk fulltrúa Sjávarklasans. Sérstakar þakkir fær Per Møller frá Kalundborg Symbiosis fyrir að bjóða Sjávarklasanum að vera hluti að Nordic Circular Hub verkefninu en fullnýting á fiski hefur verið helsta framlag Sjávarklasans þar.