Eftir því sem sókn eftir aðstöðu á hafinu eykst fyrir fjölbreytta starfsemi kann að vera stutt í að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir um forgangsröðun og stefnu varðandi hvernig svæðum á hafinu verði ráðstafað. Munu fjölnota rými (multi use space) á hafsvæðinu við Ísland bjóða upp á tækifæri til að nýta betur hafsvæði og á hagkvæmari hátt og stuðla að frekari framleiðslu matvæla og orku? Þurfa stjórnvöld að skoða betur hvernig best verður staðið að nýtingu svæða á hafinu og verða, ólíkt því sem oftast gerist, betur undirbúin þegar eftirspurn fyrirtækja eftir aðgangi að hafsvæðum eykst. Um það er fjallað í þessari samantekt Sjávarklasans.

Þann 5 og 6 október mun Íslenski sjávarklasinn halda „hackathon“ með það að markmiði að þróa sjálfbæra leið til að deila hafsvæðum. Viðburðurinn verður opinn almenningi 6 október frá 17 til 20 þar sem farið verður yfir niðurstöður hackathonsins.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast farið á: https://www.sjavarklasinn.is/en/hack-the-ocean/