Í vikunni kom út grein í fréttamiðlinum Boston Globe þar sem fjallað er um Íslenska sjávarklasann ásamt systurklasa hans New England Ocean Cluster. Í þessari grein er fjallað um mikilvægi fullnýtingar í bláa hagkerfi framtíðinnar og kostir klasamódelsins, þar sem mismunandi fyrirtæki deila vistkerfi og spennandi hugmyndir verða til.

 

Höfundur nefnir þá sérstaklega að í Húsi sjávarklasans séu tvö fyrirtæki með það að markmiði að vernda náttúrulega fiskistofna, þau eru fyrirtækin Optitog sem er að þróa nýja tækni til rækjuveiða sem komi í veg fyrir botndrag og the Six Rivers Project sem er með það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir hnignun Atlantshafslaxins.

 

Fréttina í heild sinni má lesa hér