Eitt meginmarkmið Íslenska sjávarklasans er að skapa verðmæti í bláa hagkerfinu með því að tengja saman fólk. Klasa hugmyndarfræðin byggist á þeirri hugsun að með því að fá fólk úr mismunandi áttum til að deila sínum hugmyndum og þekkingu, getum við skapað meiri verðmæti í gegnum samstörf. Þetta lýsir sér í öllu sem við gerum, hvort sem það sé hönnunin á Húsi sjávarklasans þar sem hugmyndin er að hafa opin vinnurými eða í viðburðum klasans, þar sem fólk hittist og deilir hugmyndum og þekkingu. En það er ekki nóg að búa einungis til hugmyndir, frumkvöðlar þurfa einnig fjármagn svo að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika.

Því hefur Íslenski sjávarklasinn tekið uppá því að halda reglulega fjárfestadaga. Fyrsti fjárfestadagur Íslenska sjávarklasans var haldinn árið 2013, þar sem mörg frumkvöðlafyrirtæki fengu tækifæri til að spreyta sig og kynna hugmyndir sínar. Meðal frumkvöðlafyrirtækja á þeim viðburði voru Kerecis, Controlant og fl. en sjávarklasinn hefur tekið saman að virði fyrirtækjanna sem tóku þátt sé yfir 330 milljarðar króna. 

Fyrr á þessu ári þann 22. febrúar héldum við annan fjárfestadag, þar sem yfir 30 frumkvöðlafyrirtæki og yfir 20 fjárfestar komu saman og funduðu. Verkefnið hefur þegar leitt til nokkurra fjárfestinga, og enn eru í gangi viðræður milli erlendra fjárfestingasjóða og innlendra frumkvöðlafyrirtækja. 

Þann 27. september ætlum við því að halda annan fjárfestadag, þar sem þemað verða grænar og bláar lausnir. Dagskráin mun ganga út á stutta, markvissa fundi þar sem hvert fyrirtæki fær 25 mínútur með hverjum fjárfesti. Þetta gefur fyrirtækjum tækifæri til að kynna starfsemi sína, deila framtíðarplönum og svara spurningum fjárfesta. Að deginum loknum munum við halda stuttan tengslaviðburð þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að tengjast en frekar. 

Á mitt sprotafyrirtæki heima á Fjárfestadeginum?

  • Ef þú telur að fyrirtækið þitt stuðli að sjálfbærri framtíð og ert í leit að fjármagni á næstunni, þá er Fjárfestadagurinn fullkominn vettvangur fyrir þig.

Áhuga á að taka þátt sem fjárfestir?

  • Opið öllum fjárfestum: Við bjóðum bæði fjárfestingarsjóðum og englafjárfestum að taka þátt, svo ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur áhuga.
  • Engar skuldbindingar: Við lýtum á klasann sem hlutlausan vettvang bæði fyrir fjárfesta og frumkvöðla, og er engin fjárhagsleg skuldbinding innifalin við þátttöku. 
  • Valin fyrirtæki: Til þess að sjá til þess að þið fáið sem mest virði munum við aðstoða ykkur við að velja þau fyrirtæki sem þið hafið áhuga á að funda með.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast skráðu þig hér eða sendu okkur póst á netfangið kristinn@sjavarklasinn.is