Þriðjudaginn 6. nóvember stóð Íslandsstofa fyrir ráðstefnu sem nefnist „Matvælalandið Ísland – fjársjóður framtíðarinnar“. Meðal fyrirlesara var Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., með erindið Aukin verðmætasköpun í sjávarútvegi.

Erindið vakti mikla athygli meðal viðstaddra en áhersla Péturs var á tvöföldun verðmæta þorsksins og samstarf sjávarútvegs við háskólasamfélagið. Í erindi sínu sagði Pétur frá hinum ýmsu vörum sem nú þegar er verið að gera úr aukaafurðum á borð við Lifrarpate, þurrkaða þorskhausa, pensím ofl.

Einnig sagði hann frá nýju verkefni í Codland klasanum þar sem verið er að skoða vinnslu á kollagen og hafði Pétur þetta að segja: „Mér finnst hvetjandi og spennandi að standa hér í pontu sem útgerðarmaður og halda á einni af þorskafurð framtíðarinnar í pilluformi, vitandi að þetta er ekki draumsýn heldur raunverulegur möguleiki sem í raun er kominn af rannsóknarstigi og nálgast framleiðslu og markaðsstig“.

Nánari upplýsingar um Codland.