Codland er í grunninn fullvinnsluverkefni Vísis hf., Þorbjörns hf. og Íslenska Sjávarklasans sem er byggt á ákveðinni hugmyndafræði – að vera klasi þar sem aðilar með mismunandi bakgrunn koma saman til að þróa og vinna verðmæti úr aukaafurðum.

 

Markmið Codland er að efla ímynd og hámarka fullnýtingu á þorski. Codland byggir á sérhannaðri heilsuvöruverksmiðju sem nýtir afgangshráefni eins og slóg sem er síðan unnið í ýmsar heilsutengdar vörur. Innan Codland klasans eru fyrirtæki eins og þurrkverksmiðja Haustaks sem sérhæfir sig í þurrkun á fiskhausum og beingörðum. Ice-West sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr lifur. Þorbjörn sem er að vinna að einangrun prótín isolata að ógleymdri fiskimjöls- og hrálýsisvinnslunni í sjálfri Codland-verksmiðjunni.

 

Einnig eru í gangi viðræður um ensímvinnslu og í tengslum við það má nefna fyrirtæki eins og Norðurbragð sem vinnur bragðefni og Ensímtækni sem vinnur heilsu- og snyrtivörur, báðir með hjálp próteinkljúfandi ensíma. Að auki liggja nokkrar hugmyndir að verkefnum á teikniborðinu sem verið er að vinna að.

 

Hluti af Codland klasanum er auðlindahús sem stefnt er að verði sett upp í Grindavík þar sem Saltfiskssetrið er til húsa. Hugmyndin er að þar verði þekkingarsetur þar sem Fisktækniskóli Íslands verður uppistaðan ásamt því að starfrækt verður markaðstorg Codland. Í markaðstorginu munu fyrirtæki Codland hafa aðstöðu fyrir daglegan rekstur ásamt aðstöðu til að vinna að sameiginlegri markaðssókn. Auðlindahúsið getur þannig orðið miðpunktur nýsköpunar og atvinnulífs í Grindavík og nágrenni.

 

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Arnar Jónsson (arnar@sjavarklasinn.is)

 

Endilega hafðu samband ef þú telur þig eiga heima í Codland klasanum.Codland is a processing company that aims to increase the image and full utilization of fish related products. The mission of Codland is to work with companies in ocean related industry and promote discussions and cooperation which increases products value. The aim is to create basis for further development as well as offering integrated solutions and consulting in the field of processing.

 

Codland creates a unique position by offering solutions that include building a specially designed plant that converts residual material into health-products as well as a resource center specializing in the development, research and innovation of marine-related products.

 

The first comprehensive solution by Codland is located in Grindavík on Reykjanes Peninsula. It is a health product plant that utilizes leftover beats from fisheries and converts it into high quality fish meal and raw fish oil along with enzyme production. Next to the health-product plant is Haustak a fish drying plant, specializing in drying fish heads and fish bones.

 

The resource center is a center of knowledge and development of processing in fisheries. There is an office space with an active cafeteria for businesses connected with processing.

 

For further information please contact Arnar Jonsson (arnar@sjavarklasinn.is).