Nú í byrjun árs 2024 gaf Íslenski sjávarklasinn út skýrslu um helstu framfarir í „100% Fiskur“ hreyfingunni. 100% Fiskur hefur verið megin áhersla Sjávarklasans og á síðastliðnu ári sáum við að verðmæti þorsksins halda áfram að aukast og að þessi aukin áhersla á fullnýtingu hefur umbreytt íslenskum sjávarútvegi og nýtur hann stöðugt vaxandi athygli á heimsvísu fyrir þessar áherslur. en þrátt fyrir það eru ennþá gríðarleg tækifæri í að fara enn lengra og að dreifa þessari hugsun víðar.

Meðal annars með áframhaldandi samstarfi með verkefni eins og „100% Great Lakes Fish Initiative“ sem er unnið í samstarfi með The Great Lakes St. Lawrence Governors & Premiers. Þar sem unnið er að því að stuðla að aukinni fullnýtingu fisks sem veiddur er í Mikluvötnum og stuðla að leið að aukinni verðmætasköpun fyrir þau samfélög sem umkringja þetta mikla vatnasvæði.

Það gleður okkur innan Sjávarklasans að sjá að hugmyndafræðin um 100% nýtingu fisks er að dreifast víða um heim og að fleiri samfélög séu að koma á fót sínum eigin 100% verkefnum. Ljóst er að mikil tækifæri eru til aukinnar verðmætasköpunar þar sem tíu milljón tonn af afla er hent á ári hverju og endar þessi verðmæti úrgangur í landfyllingum eða er honum hent aftur út í sjó. Á komandi ári verður aukin áhersla á 100% nýtingu í fiskeldi, enda greinin mjög vaxandi hér á landi og tilefni til að gera betur þar.  

Skýrsluna í heild sinni má finna hér