
Á fimmtudaginn 11. júlí hélt Íslenski sjávarklasinn viðburðinn „A Taste of Land and Sea“ með það að meginmarkmiði að fagna þeim ótalmörgu flottu frumkvöðlafyrirtækjum sem sprottið hafa upp hér á Íslandi á undanförnum árum í matargerð. Þá einblíndum við sérstaklega á fyrirtæki þar sem öflugar konur eru í fararbroddi. Sérstakir gestir viðburðarins voru hins vegar Jennifer Bushman sem er stofnandi og framkvæmdarstjóri Fed by Blue. Sem er Bandarískt fyrirtæki með það að meginmarkmiði að efla vitund og styðja verkefni stuðla að umhverfisvænni og sjálfbærni í bláa hagkerfinu og annars vegar Dana Cowin sem er fyrrverandi ritstjóri Food and Wine sem hefur lengi talað fyrir sjálfbærari framtíð í matvælageiranum og stutt við öfluga kvennfrumkvöðla.
Fögnuður frumkvöðla
Við lítum fyrst og fremst á „A Taste of Land and Sea“ viðburðinn sem fögnuð þessara frábæra fyrirtækja og þekkingar sem fylgir þeim. Viðburður þessi var ekki einungis flottur vettvangur fyrir frumkvöðla til að sýna flottar hugmyndir sínar heldur er þetta einnig mikilvægur liður í að tengja fyrirtæki í sama geira saman sem getur leitt til frekari samstarfs og aukinni hugmyndavinnu sem því fylgir. Mikilvægi þess að styðja fjölbreytt frumkvöðlastarf er það sem er okkur efst í huga eftir þennan flotta viðburð.
Við viljum þakka þeim sem gerðu þennan skemmtilega dag mögulegan, þá sérstaklega þau fyrirtæki og frumkvöðlar sem tóku þátt. Þar að auki viljum við þakka forsetahjónunum Guðna Th. og Elizu Reid fyrir að hafa komið og deilt þessari stund með okkur.



Frumkvöðlar sem tóku þátt
Það er okkur heiður að fá að taka á móti þessu flotta frumkvöðlafólki, meðal annars:
- Danielle Neben frá Unbroken
- Hrönn Margrét Magnúsdóttir frá Ankra / Feel Iceland
- Julie Encausse frá Marea
- Birgitta Guðrún Ásgrímsdóttir and Alexander Schepsky frá Sea Growth
- Renata Bade Barajas frá Greenbytes
- Justine Vanhalst frá Hringvarmi
- Holly Kristinsson and Hordur G. Kristinsson frá Responsible Foods
- Fida Abu Libdeh frá GeoSilica Iceland
- Halla Jónsdóttir frá Optitog
- Ólöf Rún Tryggvadóttir frá Eylíf
- Christo du Plessis frá Matorka
- Paul Mathew frá Everleaf Drinks
- Ken Noda frá iFarm Iceland
- Nílsína Larsen Einarsdóttir and Unnur Kolka frá Svepparíkið