Á fimmtudaginn 11. júlí hélt Íslenski sjávarklasinn viðburðinn „A Taste of Land and Sea“ með það að meginmarkmiði að fagna þeim ótalmörgu flottu frumkvöðlafyrirtækjum sem sprottið hafa upp hér á Íslandi á undanförnum árum í matargerð. Þá einblíndum við sérstaklega á fyrirtæki þar sem öflugar konur eru í fararbroddi. Sérstakir gestir viðburðarins voru Jennifer Bushman sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Fed by Blue og Dana Cowin fyrrverandi ritstjóri Food and Wine. 

Fögnuður frumkvöðla

Við lítum fyrst og fremst á „A Taste of Land and Sea“ viðburðinn sem fögnuð þessara frábæru fyrirtækja og þekkingar sem fylgir þeim. Viðburður þessi var ekki einungis vettvangur fyrir frumkvöðla til að sýna flottar hugmyndir sínar heldur er þetta einnig mikilvægur liður í að tengja fyrirtæki í sama geira saman sem getur leitt til frekara samstarfs og aukinnar hugmyndavinnu sem því fylgir. Mikilvægi þess að styðja fjölbreytt frumkvöðlastarf er það sem er okkur efst í huga eftir þennan flotta viðburð.

Við viljum þakka þeim sem gerðu þennan skemmtilega dag mögulegan, þá sérstaklega þau fyrirtæki og frumkvöðlar sem tóku þátt. Þar að auki viljum við þakka forsetahjónunum Guðna Th. og Elizu Reid fyrir að hafa komið og deilt þessari stund með okkur.

Frumkvöðlar sem tóku þátt

Það er okkur heiður að fá að taka á móti þessu flotta frumkvöðlafólki, meðal annars: