Fimm teymi nýskapandi framhaldsskólanema fá endurgjaldslausa aðstöðu og aðstoð sérfræðinga Sjávarklasans til að þróa áfram nýsköpunarhugmyndir sínar. Hugmyndir nemendanna snúast m.a. fullnýtingu fiskiblóðs, hliðarafurðir í dýrafóður, nýtingu hrogna og kollagens í drykki og umbreytingu fiskineta í nytjahluti.
Hugmyndir nemendanna komu fram í keppni JA Frumkvöðla sem nýlega fór fram en markmið Sjávarklasans með þessum stuðningi er að hvetja nemendurna til að halda áfram að þróa þessar áhugaverðu hugmyndir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra afhenti teymunum skjal þessu til staðfestingar.
Frumkvöðlasetur Sjávarklasans er stutt af Faxaflóahöfnum, Brim og Landsvirkjun.
Á myndinni eru frá vinstri, Oddur Ísar starfsmaður Sjávarklasans, teymi Maza, teymi Gadus, Áslaug Arna Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Halla Mathiesen formaður stjórnar JA frumkvöðla, teymi Netaprent, teymi Sægló, teymi Hemo growth og Kristinn Þór starfsmaður Sjávarklasans.
Nánari upplýsingar veita Oddur Ísar: Oddur@sjavarklasinn.is og 7791507 og Kristinn Þór: Kristinn@sjavarklasinn.is og 7747171.