Síðast liðin misseri hefur gestagangur um Hús sjávarklasans verið mikill, yfir 1000 einstaklingar hafa heimsótt klasann og hafa þessir aðilar sóst eftir að hitta einstök fyrirtæki og hefur klasinn haft milligöngu um á þriðja tug heimsókna. Aðilar tengdir sjávarútvegi frá yfir 15 löndum hafa heimsótt klasann síðustu 6 mánuði. Einnig hafa opinberir aðilar, nemendur og ferðamenn sótt klasann heim en þetta kemur m.a. til vegna aukins áhuga erlendra gesta á Íslandi á Sjávarklasanum, sem við erum auðvitað himinlifandi með.

Hér gefur að líta nokkrar myndir frá heimsóknum á þessu ári.

[Best_Wordpress_Gallery id=“34″ gal_title=“Heimsóknir jan-jun 2018″]