Yfir 100 manns frá 15 þjóðlöndum komu saman á þriðju ráðstefnunni “Fish Waste for Profit” sem Mercator Media heldur en ráðstefnunni var hrundið af stað í nánu samstarfi við Sjávarklasann.
Ræðumenn voru m.a. Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis, Hörður Kristinsson rannsóknarstjóri Matís og hópur íslenskra og erlendra frumkvöðla á þessu sviði. “Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar safnast saman og frá jafn mörgun löndum til að ræða 100% nýtingu sjávarafurða. Við Íslendingar erum í forystu á þessu sviði á heimsvísu og eigum að deila þekkingu okkar á því eins mikið og kostur er,” segir Þór Sigfússon sem stýrði ráðstefnunni.
 
mynd 1 mynd 2 mynd 3 mynd 4