Íslenski sjávarklasinn hefur tekið þátt í Evrópuverkefninu DisruptAqua undanfarið ár ásamt Highlands and Islands Enterprise í Skotlandi og Nofima í Noregi. Haldnar hafa verið tvær ráðstefnur í netheimum en núna er komið að vinnustofu í Noregi. Áhersla verkefnisins er að nýta aðferðafræði bjálkakeðju við flutninga í sjávarútvegi á norðurslóðum.

Vinnustofan fer fram í Tromsö dagana 7-8 desember nk og er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan ferðakostnað.

Þeir sem vilja kynna sér ráðstefnuna frekar geta heimsótt heimasíðu verkefnisins DISRUPTAQUA (interreg-npa.eu) eða smellt á meðfylgjandi fyrir ítarlegri upplýsingar.

Skráning fer fram hjá petter.olsen@nofima.no eða celine.boechat@nofima.no