Það var margt um manninn í Húsi sjávarklasans þegar Robert C. Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, var sæmdur viðurkenningu Íslenska sjávarklasans mánudaginn 16. janúar 2017. Viðurkenninguna hlaut Robert fyrir forystuhlutverk í að efla samstarf Bandaríkjanna og Íslands í haftengdri starfsemi.
Í þakkarræðu sinni sagði Þór Sigfússon eigandi og stjórnarformaður Sjávarklasans, meðal annars:
„Frá upphafi hefur Robert C. Barber sýnt íslenska þorskinum og tækifærum tengdum haftengdri starfsemi mikinn áhuga. Hluta af þessum áhuga má kannski rekja til þess að Robert er frá Massachusett þar sem þorskurinn er tákn fylkisins. Aukið samstarf á milli Íslands og Bandaríkjanna má að hluta rekja til vilja og eljusemi Roberts við að koma á samskiptum og er einn afrakstur starfsins opnun Sjávarklasans í Maine-ríki á síðasta ári. Við í Sjávarklasanum þökkum Robert fyrir samstarfið og vitum að þetta er aðeins upphafið af áframhaldandi samvinnu í að gera heiminn betur sjálfbæran og ekki síst sjálft hafið sem umlykur okkur.“
Nýskipaður utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson veitti Robert viðurkenninguna fyrir hönd Sjávarklasans.
Myndir: Kristinn Hjálmarsson