ThorIce og dótturfyrirtæki þess í Danmörku hefur fengið 20 milljón króna styrk ásamt Iðntæknistofnun Danmerkur til að gera forkönnun á markaðstækifærum í Danmörku og möguleikum á notkun tækni ThorIce til orkusparnaðar í danskri matvælaframleiðslu. Gangi verkefnið vel er möguleiki á stækkun þess í framtíðinni.

Síðastliðinn tólf ár hefur Þorteinn Ingi Víglundsson og samstarfsfólk hans þróað og framleitt sérhæfðan kælibúnað fyrir sjávarútveg. Sama kjarnatæknin hefur svo verið aðlöguð fyrir kælingu á kjúklingi og við vatnshreinsun í matvælaiðnaði og öðrum iðnaði. Þar eru möguleikarnir miklir og markmið verkefnisins sem nú hefur fengið styrk er einmitt að kanna möguleikana á notkun þessarar tækni í ýmiskonar matvælaframleiðslu. Tæknin er nú þegar í notkun í landbúnaði í Hollandi og lyfjaiðnaði þar sem hún er notuð til að hreinsa spilliefni úr vatni.

Tækni ThorIce er frábært dæmi um hvernig tækniþróun fyrir sjávarútveg getur opnað ýmis tækifæri í sölu á tækni og þekkingu til annars konar matvælavinnslu og í aðra geira eins og lyfjageirann.

ThorIce er eitt þeirra fyrirtækja sem verið hefur í Húsi sjávarklasans frá því það var opnað árið 2012.