Fyrirtækið Vélfag ehf. í Fjallabyggð vinnur nú að því að markaðssetja nýja roðdráttarvél sem var fyrst kynnt á sjávarútvegssýningunni síðasta haust. Þau framleiða nú vélar sem standast fyllilega samkeppni við erlenda framleiðslu samkvæmt Ólöfu Ýr sem er annar eigandi Vélfags.
Fyrirtækið hefur notið góðs af nálægðinni við Ramma, Samherja og önnur félög sem hafa reynst viljug til að vinna með þeim að þessu markmiði; keypt þjónustu og lausnir þeirra sem aftur fjármagnaði þetta nýsköpunarstarf. Fyrirtækið hefur smíðað margar flökunarvélar frá grunni sem hafa verið settar upp í fjölda skipa og einnig í landvinnslum.
Fyritækið framleiðir einnig tæringarfría hausara og er þetta því þriðja vélin sem þau munu setja á markað. Nánar má lesa um Vélfag á heimasíðu þeirra en fréttina í heild sinni má lesa á mbl.is.