Í dag efndi Íslenski sjávarklasinn til opnunarhátíðar og Nýsköpunarmessu í tilefni af stækkun Húss sjávarklasans, en nokkur ný fyrirtæki hafa nú bæst í hóp leigjenda. Ríflega 400 manns sóttu opnunina en fyrirtækin í húsinu og fjöldi annarra fyrirtækja sem tilheyra samstarfsneti Íslenska sjávarklasans tók þátt í hátíðinni með því að opna dyr sínar og sýna vörur sínar og nýsköpun.

Starfsfólk Íslenska sjávarklasans vill þakka innilega öllum þeim sem tóku þátt í Nýsköpunarmessunni fyrir sitt framlag sem og styrktaraðilum sem gerðu hátíðina mögulega. Styrktaaðilar voru Faxaflóahafnir, Bláa Lónið, Brim, Frumtak, Íslandsbanki, Lex, Vodafone, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóður atvinnulífisins, Prómens Tempra og Sæplast.

Að gefnu tækifæri bendum við á nýja vefsíðu Húss sjávarklasans – HusSjavarklasans.is

Starfsfólk Íslenska sjávarklasans óskar enn fremur viðskiptavinum sínum, samstarfsaðilum, öðrum velunnurum og landsmönnum öllum gleðilegra páska.

Myndir hér að neðan. Allar myndirnar má sjá á Facebook. Ljósmyndari Joseph Hall.

Opnun2Opnun1Opnun3