Nýsköpun og fullvinnsla í íslenskum sjávarútvegi er efni vefkynningar sem Seafood Source, einn stærsti upplýsingamiðill í sjávarútvegi í heiminum, stendur fyrir miðvikudaginn 18. febrúar næstkomandi. Þar mun Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans kynna íslenska klasaþorskinn svokallaða þ.e. hvernig Íslendingum hefur tekist með öflugu samstarfi að skapa meiri verðmæti úr hvítfiski en aðrar þjóðir. Erindi Þórs nefnist „Waste Not: Financial Opportunities in Seafood By-products“.

Hægt er að skrá sig hér til að fá aðganga að vefkynningunni. Erindi Þórs hefst kl. 16 á miðvikudaginn.