Um þessar mundir eru umhverfisvæn verkefni áberandi í samstarfi fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans. Í fyrsta lagi má nefna verkefni um rafskip sem er samstarfsverkefni Navis, NaustMarine, Nýorku og klasans. Þá er verkefni í gangi sem lýtur að grænni tækni í veiðarfærum. Fjölmörg fyrirtæki koma að þeirri vinnu eins og Hampiðjan, Pólar toghlerar, Optitog, Star-Oddi o.fl. Þá er áhugi í flutningahópi klasans að auka umræðu og aðgerðir varðandi græna flutninga. Loks eru mörg samstarfsverkefni um fullvinnslu í gangi sem miða að því að auka nýtingu hliðarafurða sem annars kynnu að enda sem landfylling.
Það er mikill áhugi fyrir verkefnum af þessu tagi og góð tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki.