Umhverfisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson bauð helstu samstarfsfyrirtækjum og -stofnunum Sjávarklasans til hádegisverðar í Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu þriðjudaginn 30. ágúst síðastliðinn. Á fundinum kynnti ráðherra verkefni Sjávarklasans í umhverfismálum ásamt Þór Sigfússyni og Alexöndru Leeper. Einnig kynntu frumkvöðlafyrirtæki nýsköpun sína á þessu sviði. Eftir kynningar skapaðist lífleg umræða, meðal annars um framtíð bláa hagkerfisins. Þá var áhugavert að heyra bæði frumkvöðla og framámenn íslensks atvinnulífs lýsa framtíðarsýn sinni. Við þökkum fyrir góðar móttökur í ráðuneytinu og afar góðan fund með góðu fólki.