Nýting á þaraskógunum við Ísland eykst stöðugt. Hérlendis eru nú 15 fyrirtæki sem koma að nýtingu þara og framleiðslu smáþörunga á einhvern hátt. Í samanburði við mörg önnur og mun stærri ríki verður það að teljast afar gott.

Hér má sjá nokkrar af þeim vörum, sem þegar eru á markaði. Ánægjulegt er að sjá hversu mikið af þessum vörum eru fullunnar á Íslandi.

Með því að auka fjárfestingar og rannsóknarstyrki á þessu sviði getur Ísland skapað sér sess á meðal forystuþjóða í fullnýtingu þara og framleiðslu smáþörunga.