Taramar heldur áfram að sópa til sín verðlaun og óskum við þeim til hamingju með fjögur nýjustu verðlaun sín. Nú síðast í keppninni „Free From Skincare“ þar sem næturkrem Taramar hlaut fyrsta sæti sem besta kremið fyrir vandamálahúð en þetta eru þá 6. verðlaun næturkrems þeirra. Þá hlutu þau einnig verðlaun fyrir dagkremið þeirra í flokknum Day Treatment face care. Auk þessa unnu þau bæði Gull og Silfur í Bambini keppninni fyrir nýja kremið þeirra í TARAKIDS línunni. Við óskum Taramar til hamingju með þennan flotta árangur. Meira um Taramar hér: www.taramar.is