Tækifæri eru til staðar í samstarfi um framtíð veiðitækni. Vegna þess var haldinn fundur 25. janúar í Húsi sjávarklasans þar sem farið var um víðan völl. Þetta var gert að frumkvæði Hampiðjunnar og Íslenska sjávarklasans sem sjá augljósa ávinninga af samstarfinu. Samlegðaráhrif verkefna innan hópsins geta orðið mikil. Eining var um að grunnur fyrir samstarf og ný verkefni væri góður.

Eins og er vantar mikið vantar uppá samþættingu upplýsingaflæðis og einfalda framsetningu gagna. Magn upplýsinga eftir ólíkum leiðum gera það að verkum að þau virka eins og suð eða hávaði og nýtast ekki sem skildi. Samstaða var um að skoða hvað megi gera til að bæta úr þessu. Spennandi verður að sjá hvað kemur úr starfi hópsins.