Gervigreind er hugtak sem hefur verið áberandi í umræðu samfélagsins síðustu ár i kjölfar mikillar framþróunar. Mörg fyrirtæki hafa sprottið upp að undanförnu i kjölfar þess og eru sífellt fleiri fyrirtæki ad nýta sér þessa tækni til þess ad betrumbæta sínar vörur og þjónustu. Íslendingar hafa verið framarlega í þessari þróun og þá ekki síst i tækni sem snertir fiskvinnslu. Bláa hagkerfið á íslandi býr yfir miklu magni af gögnum sem nýta má betur til þess ad taka virkari þátt i þessari tæknibyltingu. Markmiðið með þessari samantekt er að draga saman stöðu tækninnar i heiminum í dag og koma auga á þau tækifæri sem hún opnar á. Þannig verða tekin dæmi um þá notkunarmöguleika sem eru fyrir hendi bædi hér heima sem og á erlendum mörkuðum.