Á föstudaginn fór fram undirskrift að yfirlýsingu þess efnis að vinna sameiginlega að opnun og þróun klasahúsnæðis en að yfirlýsingunni standa Íslenski ferðaklasinn, Créatis, Franskur lista og menningarklasi ásamt Íslenska sjávarklasanum sem mun jafnframt leggja til reynslu sína og þekkingu í farsælli uppbyggingu klasahúsnæðis og aðstöðusköpunar til fyrirtækja í haftengdum rekstri.
Húsnæðið sem um ræðir er að Fiskislóð 10 á Granda og mun það því bætast við ólgandi flóru ólíkra fyrirtækja og ýmisskonar starfsemi sem byggst hefur upp á svæðinu.
Með samstarfsyfirlýsingunni munu þessir þrír klasar vinna að markvissri uppbyggingu á mörkum menningar, lista, ferðaþjónustu og haftengdri ferðaþjónustu með því að bjóða uppá aðstöðu fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem tengjast þessum atvinnugreinum með einum eða öðrum hætti. Auk þess að leggja saman krafta sína í húsnæðismálum og byggja upp skapandi samfélag og tímamóta vinnuaðstöðu munu aðilar vinna náið að því að tengja saman aðila og verkefni þvert á landamæri og heimsálfur. Þannig mun aðilum sem starfa innan klasahússins gefast tækifæri á því að starfa innan veggja klasahúsa sem frönsku samstarfsaðilarnir hafa komið að uppbyggingu að í Frakklandi, Belgíu og Vestur Afríku svo eitthvað sé nefnt.
Íslenski ferðaklasinn var stofnaður formlega árið 2015 og innan félagsins eru öflug fyrirtæki sem sjá mikil tækifæri í aukinni samvinnu í greininni, aukinni þekkingaryfirfærslu milli atvinnugreina og stuðnings við frumkvöðla. Húsnæði þar sem aðgengi að öflugum fyrirtækjum, sérfræðingum og möguleikum á þátttöku í ólíkum verkefnum verður til er forsenda fyrir aukinni samkeppnishæfni og verðmætasköpun til lengri tíma. Þetta hefur Íslenski sjávarklasinn sýnt frammá með ótal dæmum um farsæl verkefni innan veggja húsnæðisins þar sem ólíkir aðilar hafa unnið saman að nýsköpunarverkefnum og frumkvöðlar fengið tækifæri á að vaxa og dafna í sterku tengslaneti.
Créatis, Franski lista og menningaklasinn var stofnaður í París árið 2012 og hefur síðan þá byggt upp starfsstöðvar víðar í Evrópu og Afríku. Stofnandi Créatis, Steven Hearn, skrifaði viðmiðunarskýrslu um franska menninga frumkvöðla og hefur beint sjónum sínum að því að sýna frammá og mæla hversu mikil verðmæti eru í skapandi greinum. Frá stofnun hefur klasinn stutt yfir 130 frumkvöðla sem hafa þróast yfir í sjálfbær fyrirtæki með því að nýta sameiginlega vinnuaðstöðu, fá stuðning, þjálfun og ráðgjöf ásamt því að efla tengslanet sitt. Allir þessir frumkvöðlar vinna innan lista og menningargeirans og hafa skapað 350 varanleg störf þar sem samanlögð velta er yfir 22 milljónir evra.
Ráðgert er að klasahúsið verði tilbúið um mánaðarmótin okt / nóv en öll aðstaða verður til fyrirmyndar og mun þjóna þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt því að bjóða uppá aðstöðu fyrir frumkvöðla og sprota. Þá verður jafnframt boðið uppá bæði lokuð rými og opin en lagt verður uppúr dýnamísku vinnuumhverfi þar sem sköpun, frumkvæði og samvinna fær að njóta sín.
Allar nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjórar klasanna,
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir fyrir Íslenska ferðaklasann s: 861-7595, mail: asta.kristin@icelandtourism.is
Berta Daníelsdóttir fyrir Íslenska sjávarklasann s: 698-6200 , mail: berta@sjavarklasinn.is
Steven Hearn and Marion Brochet, fyrir Franska