Haukur Már Gestsson, hagfræðingur sjávarklasans, var gestur í þættinum Viðskipti með Sigurði Má sem birtist á vef mbl.is í dag.

Þar kemur meðal annars fram að „Í Sjávarklasanum hefur á síðustu tveimur árum farið fram mikið starf við að kortleggja íslenskan sjávarútveg og þau verðmæti sem þar verða til. Oft er talað um að hlutfall fiskveiða- og vinnslu sé um 10% af landsframleiðslu, þótt það hlutfall hafi hækkað eftir hrun. Það segir samt ekki alla söguna, heldur er heildarumfang alls sjávarklasans, það er sjávarútvegsins og greina sem byggja að öllu leiti eða hluta á sjávarútvegi, á bilinu 26-27% af landsframleiðslu.

Þáttinn má sjá í heild sinni á vef mbl.is.