Íslenski sjávarklasinn er stoltur af því að hljóta tilnefningu fyrir besta aðsetur fyrir nýsköpunarfyrirtæki í alþjóðlegu samkeppninni Nordic Startup Awards, annað árið í röð. Herberia, sem hefur aðsetur í Húsi sjávarklasans er jafnframt eitt þeirra 5 íslensku fyrirtækja sem hlutu tilnefningu fyrir nýsköpunarfyrirtæki ársins.

Keppnin fer fram í tveimur liðum þar sem fyrst er kosið í flokkum innan landa áður en lokaniðurstöður liggja fyrir 26. maí, en auk Íslands taka Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland þátt. 

Við hvetjum alla til að taka þátt í kosningunni hér. 

 

NSA_logo-full