Sjávarklasinn tekur þessa dagana þátt í ráðstefnunni Greenship Forum í Kóreu. Mikill áhugi er fyrir grænum lausnum í skipaflutningum og ljóst að nú eru að koma fram tæknilausnir sem geta dregið verulega úr mengun í skipasamgöngum.  

Þessar framfarir eru drifnar áfram af alþjóðlegum skipafélögum en lítið er fjallað um sjávarútveg. Hér liggja tækifæri fyrir Íslendinga. Þekking íslenskra skipaverkfræðinga á þessu sviði eykst og áhugi er til staðar hjá íslenskum útgerðarfyrirtækjum. Nýleg umhverfisverðlaun til Skinneyjar Þinganess eru gott dæmi um það. Þá hefur Hafið öndvegissetur sett umhverfisvæna orku tengda hafinu á oddinn. Á Íslandi er því margt að gerast á þessu sviði sem aðrar þjóður geta lært af og vonandi nýtt sér þekkingu Íslendinga þegar kemur að hönnun unhverfisvænna fiskiskipa.

 

IMG_2751