The Alaska Ocean Cluster er fjórði bandaríski klasinn sem verður einn af systraklösum Íslenska sjávarklasans í Bandaríkjunum.  Justin Sternberg verkefnisstjóri hjá Alaska Ocean Cluster og Þór Sigfússon hjá Íslenska sjávarklasanum skrifuðu undir samstarfsyfirlýsingu í Húsi sjávarklasans í dag.

Hugmyndin að Alaska Ocean Cluster kviknaði hjá Bering Sea Fisherman Association eftir kynningu Íslenska sjávarklasans í Alaska árið 2013.

Í samstarfinu eru fyrir auk þeirra tveggja sem nefndir eru New England Ocean Cluster, New Bedford Ocean Cluster og Pacific Northwest Ocean Cluster.

Í yfirlýsingunni eru meðal annars sett sameiginleg markmið um að efla samstarf á milli frumkvöðla og fyrirtækja á milli Alaska og Íslands og að efla tengsl allra þeirra klasa sem tilheyra samstarfinu.

Nánari upplýsingar veita Berta Daníelsdóttir og Þór Sigfússon í síma  5776200