Sigurður Davíð Stefánsson hefur verið ráðinn nýsköpunarstjóri Íslenska sjávarklasans.

Sigurður kláraði BSc í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hann lauk síðan meistaranámi sínu í rekstrarverkfræðideild KTH í Stokkhólmi með sérhæfingu í nýsköpunarstjórnun og frumkvöðlafræði.

Mikill kraftur hefur verið í nýsköpunarstarfi klasans og með ráðningu Sigurðar er ætlunin að leggja enn meiri áherslu á nýsköpunarstarfið og sérstaklega að tengja stærri fyrirtæki í klasanum við frumkvöðla og sprotafyrirtæki.

Sigurður hefur bæði reynslu af fyrirtækjarekstri og sprotaumhverfi. Árið 2016 stofnaði Sigurður Davíð ásamt þremur félögum sínum fyrirtækið Rentmate en fyrirtækið sérhæfir sig í leigumiðlun til erlendra námsmanna og hlaut fyrirtækið frumkvöðlastyrk Norðurlandaráðs sama ár. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri 101 Skugga Guesthouse og innan vörustjórnunardeildar Marels.

Unnusta Sigurðar er Helga Hauksdóttir og saman eiga þau soninn Stefán Hauk.

Hægt er að hafa samband við Sigurð á sigurdur@oceancluster.is og í síma 869-7717.

Sigurður Davið Stefansson