Íslenski Sjávarklasinn og Marel hafa ákveðið að efla samskiptin og byggja enn frekar á styrkum stoðum árangursríkrar samvinnu en Marel er eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að ganga til liðs við Íslenska Sjávarklasann árið 2011. Aðilar stefna að samstarfi um aðstoð við sjávarafurðafyrirtæki á heimsvísu sem hafa metnað til að auka hringrás í sjávarútvegi en bætt tækni við vinnslu sjávarfangs getur haft jákvæð áhrif á sjálfbærni hafsins.

Í sameiningu munu Marel og Íslenski Sjávarklasinn finna leiðir til að efla sprotastarfsemi sem snýr að tækniframförum í bláa hagkerfinu (blue ocean technology) og ekki síst tækni sem getur bætt nýtingu á hliðarafurðum sjávarfangs, sem enn eru urðaðar í mörgum löndum.